Jafnt í háspennuleik í Kaplakrika

Símon Michael Guðjónsson bjargaði jafntefli fyrir FH í lokin.
Símon Michael Guðjónsson bjargaði jafntefli fyrir FH í lokin. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH og Þór gerðu 34:34 jafntefli í 6. umferð Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Eftir leikinn eru FH-ingar með 5 stig en Þór er með 4 stig. 

Það var talsvert jafnræði á með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins þó svo að FH-ingar hafi oftast leitt með 1-2 mörkum. Þórsarar komust einusinni yfir í fyrri hálfleik í stöðunni 5:4.

FH-liðið jafnaði í stöðunni 5:5 og komst síðan yfir. Í stöðunni 10:9 má segja að leiðir hafi skilið því þá komu 4 mörk í röð frá Hafnfirðingum sem voru þá komnir 14:9 yfir með 5 marka forskot sem mestur varð 6 mörk í stöðunni 17:11 fyrir FH. 

Þór náði að klóra í bakkann og vinna muninn niður í 4 mörk í stöðunni 17:13 en FH-ingar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og fóru liðin til hálfleiks í stöðunni 18:13 fyrir FH.

Daníel Freyr Andrésson var betri en enginn fyrir FH í fyrri hálfleik. Hann varði 8 skot, þar af 2 vítaskot ásamt því að skora eitt mark. Þeir Jón Bjarni Ólafsson, Birkir Benediktsson og Símon Michael Guðjónsson skoruðu allir 3 mörk hver fyrir FH í fyrri hálfleik.

Hjá Þór varði Nikola Radivanovic 4 skot og skoraði Oddur Grétarsson 4 mörk.

Þórsarar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og virstust þeir frískir. FH-ingar gáfu hinsvegar ekkert eftir og juku muninn upp í 6 mörk í stöðunni 25:19.

Þá tók við flottur kafli hjá Norðanmönnum sem lagaði stöðu þeirra talsvert eða niður í 3 mörk í stöðunni 27:24 fyrir FH og þá tók Sigursteinn Arndal þjálfari FH-ingar leikhlé enda staðan hætt að vera álitleg fyrir heimamenn.

Einhverju skilaði leikhlé FH því þeir juku forskot sitt upp í 5 mörk aftur í stöðunni 30:25 þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. En leiknum var aldeilis ekki lokið.

Síðustu mínúturnar voru stórkostlegar. Þór saxaði niður forskot FH hægt og þétt og fóru þar fremstir í flokki þeir Oddur Grétarsson og línumannströllið Kári Kristján Kristjánsson ásamt markverðinum Patreki Guðna Þorbergssyni.

Þór jafnaði leikinn í stöðunni 33:33 þegar Kári Kristján skoraði af línunni. Í kjölfarið klikkuðu FH-ingar á sókn sinni og skoraði Oddur úr vítaskoti í næstu sókn. 

Þegar um 10 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítaskot úr því skoraði Símon Michael Guðjónsson og niðurstaða leiksins jöfn 34:34 sem verður að teljast sanngjörn úrslit.

Daníel Freyr Andrésson varði 12 skot, þar af 2 vítaskot fyrir FH. Símon Michael skoraði 9 mörk og voru 7 þeirra úr vítum. Jón Bjarni Ólafsson skoraði 6 mörk af línunni fyrir FH og Birkir Benediktsson 5 mörk úr skyttunni.

Hjá Þór varði Patrekur Guðni Þorbergsson 4 skot og skoraði einnig 3 mörk. Oddur Grétarsson skoraði 9 mörk, þar af 3 úr vítum og Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk af línunni. 

FH 34:34 Þór opna loka
60. mín. Brynjar Hólm Grétarsson (Þór) fiskar víti Ég veit ekki hvort þetta sé gott fyrir Þór. Búnir að klikka á tveimur vítum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert