Valur vann sannfærandi tíu marka sigur, 35:25, á Aftureldingu í sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld.
Þrátt fyrir tapið er Afturelding í toppsætinu með tíu stig, tveimur stigum meira en Haukar í öðru sæti og Valur í þriðja.
Valsmenn komust snemma yfir og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Valur vann seinni hálfleikinn einnig með fimm mörkum og leikinn í leiðinni örugglega.
Mörk Vals: Gunnar Róbertsson 7, Dagur Árni Heimisson 7, Daníel Montoro 6, Magnús Óli Magnússon 5, Andri Finnsson 4, Allan Norðberg 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Dagur Leó Fannarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17.
Mörk Aftureldingar: Oscar Lykke 7, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Haukur Guðmundsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Aron Valur Gunnlaugsson 1, Harri Halldórsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 10, Davíð Svansson 3.
