Frestað í Eyjum

Andri Erlingsson og Össur Haraldsson í leik liðanna á Ásvöllum …
Andri Erlingsson og Össur Haraldsson í leik liðanna á Ásvöllum á síðasta tímabili. mbl.is/Hákon

Í kvöld klukkan 18.45 átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í 6. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta. Leiknum hefur nú verið frestað.

Nýr leiktími er klukkan 16 á sunnudaginn 12. október.

Í tilkynningu frá mótanefnd HSÍ sagði að vegna slæmra veðurskilyrða í Landeyjahöfn hafi verið ákveðið að fella niður áætlaða ferð Herjólfs klukkan 15.45 í dag.

Af þeim sökum komast Haukar ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð svo leikurinn geti farið fram í kvöld.

„Í vinnureglum mótanefndar er leitast til að spila leikinn þá næsta lausan dag sem er laugardagur, en ÍBV handbolti hefur ekki tök á því vegna þess að aðalsalur félagsins er í útleigu allan daginn,“ sagði í tilkynningu mótanefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert