Landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið glæsilega af stað með sænska liðinu Sävehof en hún kom til félagsins frá Haukum eftir síðasta tímabil.
Eftir þrjár umferðir í deildinni er Elín markahæst með 23 mörk. Þá er hún í átjánda sæti yfir flestar stoðsendingar, eða sex.
Hún hefur ekki aðeins leikið vel í sænsku deildinni því Elín skoraði átta og sjö mörk í tveimur leikjum Sävehof gegn Benfica í Evrópudeildinni og var markahæst í báðum leikjum.
