Vandræði Íslandsmeistaranna halda áfram

Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KA er komið í sjötta sæti úrvalsdeildar karla í handbolta eftir öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Fram í 6. umferð úrvalsdeildarinnar í Úlfarsárdal í kvöld.

Leiknum lauk með fjögurra marka sigri KA, 32:28, en þetta var þriðji sigur KA í röð sem er með 8 stig í þriðja sætinu á meðan Fram er í níunda sætinu með 4 stig og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð.

Jafnræði var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en KA-menn sigu hægt og rólega fram úr á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og leiddu sex mörkum í hálfleik, 19:13.

Íslandsmeisturunum tókst aldrei að ógna forskoti KA-manna í síðari hálfleik og KA fagnaði öruggum sigri í leikslok.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik fyrir KA og var langmarkahæstur með 12 mörk og þá varði Bruno Bernat 12 skot í markinu.

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Rúnar Kárason voru markahæstir hjá Fram með fimm mörk hvor.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Rúnar Kárason 5, Erlendur Guðmundsson 4, Arnþór Sævarsson 2, Eiður Rafn Valsson 2, Theodór Sigurðsson 1, Arnar Snær Magnússon 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.

Varin skot: Arnór Máni Daðason 9, Breki Hrafn Árnason 1.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 12, Einar Birgir Stefánsson 4, Morten Linder 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Logi Gautason 2, Giorgi Dikhaminjia 1.

Varin skot: Bruno Bernat 12. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert