Handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson átti góðan leik með Kristianstad þrátt fyrir 34:30-tap liðsins gegn Sävehof á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Kristianstad er í öðru sæti deildarinnar með ellefu stig, jafn mörg og Hammarby í fyrsta og Malmö í þriðja. Savehof er í fjórða sæti með átta stig.
Einar Bragi skoraði fimm mörk í leiknum. Birgir Steinn Jónsson komst ekki á blað hjá Sävehof í dag.
