Hituðu upp með 46 mörkum fyrir Framleikinn

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk í gærkvöld.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk í gærkvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Porto skoraði hvorki fleiri né færri en 46 mörk í gærkvöld þegar liðið tók á móti Avanca í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik.

Porto mætir Fram í Evrópudeildinni í Úlfarsárdalnum næsta þriðjudag og náði því heldur betur að hita upp sóknarleikinn en leikur liðanna endaði 46:30.

Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Porto í leiknum en mörkin dreifðust vel á leikmenn liðsins.

Porto er á toppi deildarinnar með sex sigra í fyrstu sjö leikjunum en hin Íslendingaliðin í deildinni, Sporting og Benfica, eru á hælum þeirra og Sporting hefur unnið alla sína leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert