Inga Dís Jóhannsdóttir, leikmaður Hauka í efstu deild í handbolta, er puttaprotin og verður ekki með næstu vikur.
Inga var ekki með Haukum í síðasta leik liðsins í 20:18-tapi gegn ÍBV á heimavelli og samkvæmt heimildum mbl.is er það vegna þess að hún er puttabrotin.
Inga skoraði 51 mark í deildinni á síðasta tímabili og spilaði sinn fyrsta landsleik í apríl á þessu ári.
