Skoraði 10 mörk

Hákon Daði Styrmisson skoraði tíu mörk í kvöld fyrir Hagen.
Hákon Daði Styrmisson skoraði tíu mörk í kvöld fyrir Hagen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hagen í þýsku B-deildinni í handbolta, átti stórleik og skoraði 10 mörk í 42:31 útisigri Hagen gegn Oppenweiler í dag.

Hornamaðurinn úr Vestmannaeyjum hefur verið atkvæðamikill í liði Hagen í vetur og er nú þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Tjörvi Týr Gíslason skoraði 4 mörk í liði Oppenweiler.

Hagen er í 2. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 7 leiki, stigi á eftir toppliði Bietigheim. Oppenweiler situr á botninum með aðeins 2 stig eftir 7 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert