Barcelona er eina liðið í spænsku 1. deildinni í handknattleik karla sem hefur ekki tapað stigi eftir öruggan sigur gegn Granollers í toppslag á útivelli í kvöld, 35:28.
Barcelona hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína og er með átta stig, jafnmörg og Granollers sem hafði byrjað á fjórum sigurleikjum.
Bidasoa og Torrelavega eru hins vegar í efstu sætunum með níu stig en þau hafa bæði leikið fimm leiki.
Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekkert í mark Barcelona í leiknum því Daninn magnaði Emil Nielsen stóð þar allar 60 mínúturnar og varði 12 skot.
Dika Mem var markahæstur hjá Barcelona með sjö mörk og Ian Barrufet skoraði sex.
