Eina liðið með fullt hús stiga

Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekkert við sögu í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekkert við sögu í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Barcelona er eina liðið í spænsku 1. deildinni í handknattleik karla sem hefur ekki tapað stigi eftir öruggan sigur gegn Granollers í toppslag á útivelli í kvöld, 35:28.

Barcelona hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína og er með átta stig, jafnmörg og Granollers sem hafði byrjað á fjórum sigurleikjum.

Bidasoa og Torrelavega eru hins vegar í efstu sætunum með níu stig en þau hafa bæði leikið fimm leiki.

Viktor Gísli Hallgrímsson kom ekkert í mark Barcelona í leiknum því Daninn magnaði Emil Nielsen stóð þar allar 60 mínúturnar og varði 12 skot.

Dika Mem var markahæstur hjá Barcelona með sjö mörk og Ian Barrufet skoraði sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert