Aftur í liði umferðarinnar

Kristján Örn Kristjánsson er að gera góða hluti í Danmörku.
Kristján Örn Kristjánsson er að gera góða hluti í Danmörku. mbl.is/Hákon

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er í úrvalsliði 7. umferðar efstu deildar Danmerkur í handbolta.

Skyttan skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar í öruggum sjö marka sigri Skanderborgar á Bjerringbro-Silkeborg fyrir helgi.

Með sigrinum fór Skanderborg upp í tíu stig og þriðja sæti deildarinnar. Í sjö leikjum eru sigrarnir fimm og töpin aðeins tvö.

Kristján hefur í tvígang verið í liði umferðarinnar það sem af er tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert