Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum var farið yfir lið sjöttu umferðar úrvalsdeildar karla.
Oddur Gretarsson, reynsluboltinn í liði nýliða Þórs á Akureyri, var valinn leikmaður umferðarinnar en hann átti stórleik í jafntefli gegn FH.
Þetta er ekki bara ungra manna sport, sagði þáttastjórnandinn Hörður Magnússon um Odd.
Umræðu um lið umferðarinnar ásamt þjálfara og varnarmanni umferðarinnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.