Einar Bragi Aðalsteinsson var á meðal markahæstu manna hjá Kristianstad þegar liðið heimsótti Toulouse til Frakklands og vann afar sterkan sigur, 30:28, í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.
Einar Bragi skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og var næstmarkahæstur í liðinu.
Kristianstad er í F-riðli ásamt Vardar Skopje og Sesvete frá Króatíu.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg í 31:26-sigri á Granollers á Spáni, í C-riðlinum.
Loks komst Tryggvi Þórisson ekki á blað hjá Elverum í 31:34-tapi fyrir Kriens frá Sviss í D-riðli, sem Fram leikur í.
