Valur vann tíu marka sigur á toppliði Aftureldingar þegar megnið af sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta var leikin fyrir helgi.
Eina leiknum sem fór fram um helgina, leikur ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum, lauk einnig með tíu marka sigri en það kom í hlut Hauka að fara illa með Eyjamenn.
Aðrir leikir voru meira spennandi en mesta spennan var í Kaplakrika þar sem FH og nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu jafntefli.
Handboltahöllin á Handboltapassanum fór stuttlega yfir alla leiki umferðarinnar og má sjá innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.