Myndskeið: Var stórbrotinn í þessum leik

Oddur Gretarsson átti afar góðan leik fyrir Þór er liðið náði góðu jafntefli við FH, 34:34, á útivelli í úrvalsdeildinni í handbolta fyrir helgi.

Hornamaðurinn skoraði níu mörk og var mjög sterkur á báðum endum vallarins.

Hörður Magnússon, Rakel Dögg Bragadóttir og Ásbjörn Friðriksson hrósuðu Akureyringnum í Handboltahöllinni á Símanum Sport en innslag úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka