Portúgalska stórliðið reyndist of sterkt

Arnþór Sævarsson sækir að marki Porto í kvöld.
Arnþór Sævarsson sækir að marki Porto í kvöld. mbl.is/Karítas

Portúgalska stórliðið Porto vann öruggan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Fram í fyrsta leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í Framhúsinu í Úlfarsárdal í kvöld, 38:26,. Porto er því komið með tvö stig en Fram er án stiga.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 5:4, Porto í vil, eftir tíu mínútur. Þá kom góður kafli hjá Porto og var staðan 9:5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Porto var með fín tök það sem eftir lifði hálfleikins og munaði fimm mörkum í hálfleik, 16:11.

Porto komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks, 19:12, en Framarar voru snöggir að minnka muninn aftur í fimm, 20:15. Munurinn var fjögur mörk þegar 20 mínútur voru eftir, 22:18.

Gestirnir frá Portúgal voru hins vegar með svör við öllum áhlaupum Framara og var staðan 28:21 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Munurinn varð svo tíu mörk í fyrsta skipti í stöðunni 32:22 og átti Porto ekki í vandræðum með að sigla sigrinum í höfn eftir það.

Fram 26:38 Porto opna loka
60. mín. Porto tekur leikhlé Ljóst að Porto vinnur þennan leik. Aðeins spurning hve stór sigurinn verður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert