Stærsti leikur Fram í mörg ár

Einar Jónsson og lærisveinar hans mæta Porto í kvöld.
Einar Jónsson og lærisveinar hans mæta Porto í kvöld. Birta Margrét Björgvinsdóttir

„Þetta er risastórt verkefni,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, í samtali við Morgunblaðið um leik liðsins við Porto frá Portúgal í Evrópudeildinni sem flautaður verður á klukkan 18.45 á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Leikurinn er sá fyrsti hjá Fram í keppninni en Íslands- og bikarmeistararnir fóru beint í riðlakeppnina.

„Það er langt síðan Fram var í alvöru Evrópukeppni karlamegin. Þetta er risastórt fyrir okkur og það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Það er draumur að byrja á Porto, stærsta liðinu í riðlinum,“ bætti Einar við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert