Þýska handknattleiksfélagið Oppenweiler/Backnang hefur rekið þjálfarann Stephan Just.
Hann kom liðinu upp úr C-deildinni og í B-deildina á síðustu leiktíð en liðið hefur farið illa af stað í deild fyrir ofan á tímabilinu.
Eftir sjö leiki er Oppenweiler/Backnang í botnsætinu með aðeins tvö stig og enn án sigurs.
Tjörvi Týr Gíslason er á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
