Stjarnan nær óþekkjanleg eftir að hárið fauk

Mikkel Hansen skartaði ekki þessari greiðslu á leikmannaferlinum.
Mikkel Hansen skartaði ekki þessari greiðslu á leikmannaferlinum. Ljósmynd/Naghehmpour

Daninn Mikkel Hansen, sem af mörgum er talinn einn besti handknattleiksmaður sögunnar, lék allan ferilinn með sítt hár og ennisband en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári.

Hann hefur nú rakað af sér nær allt hárið í þágu baráttunnar við krabbamein en á meðal þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn er faðir hans.

Hansen vann til tólf verðlauna með danska landsliðinu á stórmótum og þar af sex gullverðlaun. Þá vann hann fjölda titla með Barcelona, París SG og Álaborg.

Myndband af Hansen að raka af sér hárið má sjá hér fyrir neðan og er hann nær óþekkjanlegur.

Mikkel Hansen með hárið sitt fræga.
Mikkel Hansen með hárið sitt fræga. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert