Viktor fær Íslending til Færeyja

Jens Paula Poulsen, Viktor Lekve og Benedikt Emil Aðalsteinsson.
Jens Paula Poulsen, Viktor Lekve og Benedikt Emil Aðalsteinsson. Ljósmynd/KÍF

Handboltamaðurinn Benedikt Emil Aðalsteinsson er genginn til liðs við KÍF frá Kollafirði í Færeyjum frá Víkingi úr Reykjavík. KÍF er með íslenskan þjálfara, Viktor Lekve, sem tók við í sumar.

Benedikt Emil er tvítugur og hefur leikið með Víkingi undanfarin þrjú ár eftir að hafa alist upp hjá FH.

Hann samdi við KÍF á sama tíma og hinn 31 árs gamli Jens Paula Poulsen, sem er Færeyingur sem kom frá Team Klaksvík.

Koma þeir til með að styrkja liðið í bæði vörn og sókn að því er kemur fram í tilkynningu frá KÍF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert