Enn bætist á meiðslalista Stjörnunnar

Hans Jörgen Ólafsson hefur leikið vel með Stjörnunni á tímabilinu.
Hans Jörgen Ólafsson hefur leikið vel með Stjörnunni á tímabilinu. mbl.is/Árni Sæberg

Handboltamaðurinn Hans Jörgen Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, er að glíma við meiðsli og lék af þeim sökum ekki með liðinu í tapi fyrir Haukum í 7. umferð úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.

Í samtali við Handkastið sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að Hans Jörgen væri meiddur á ökkla og verði frá næstu vikurnar.

Meiðslalistinn hjá Stjörnunni telur orðið ansi marga leikmenn en fyrir á honum eru þeir Adam Thorstensen markvörður, Egill Magnússon, Sveinn Andri Sveinsson, Jóhannes Björgvin, Rea Barnabás og Tandri Már Konráðsson, sem verður lengi frá eftir að hafa slitið hásin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert