Sporting vann afar dramatískan sigur gegn Veszprém þegar liðin mættust í 5. umferð A-riðils Meistaradeildarinnar í handbolta í Portúgal í gær.
Leiknum lauk með eins marks sigri Sporting, 33:32, en Martim Costa skoraði sigurmark leiksins þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka.
Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik fyrir Sporting og var markahæstur með tíu mörk. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém sem er með sex stig í fjórða sæti riðilsins en Sporting er í því fimmta, einnig með sex stig.
Myndband af dramatískum sigri Sporting má sjá hér fyrir neðan.
