Aron: „Ég var kolgeðveikur í skapinu“

„Keppnisskapið kom mjög snemma í ljós,“ sagði handboltamaðurinn og landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Aron, sem er 34 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril þar sem hann varð þrettán sinnum landsmeistari í Þýskalandi, Ungverjalandi, á Spáni og á Íslandi en hann lék alls 184 A-landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk.

Þjálfaði mig í eitt ár

Pálmar Sigurðsson, faðir Arons, þjálfaði hann í eitt ár í körfubolta en Pálmar var sjálfur afreksmaður í körfubolta lengi vel.

„Ég var kolgeðveikur í skapinu, framan af,“ sagði Aron.

„Það breyttist allt þegar pabbi ákvað að þjálfa mig í körfubolta. Hann þjálfaði mig í eitt ár og ég sé það eftir á að það var ákveðin uppeldisaðferð hjá honum,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka