Jafnar sig á ristarbroti

Brynjar Vignir Sigurjónsson í HK treyjunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson í HK treyjunni. Ljósmynd/HK

Handboltamaðurinn Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður HK, bindur vonir við að spila loks sinn fyrsta leik fyrir liðið áður en langt um líður.

Brynjar Vignir varð fyrir því óláni að ristarbrotna á undirbúningstímabilinu og hefur því ekkert getað verið með HK, sem hann gekk til liðs við frá Aftureldingu í sumar, á yfirstandandi tímabili.

„Mér líður mjög vel í fætinum. Það styttist í að ég geti farið að æfa á fullu,“ sagði Brynjar Vignir í samtali við Handbolta.is.

Annar markvörður HK, Jovan Kukobat, er einnig á meiðslalistanum og greindi Handkastið frá því í sumar að hann snúi ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Kukobat meiddist alvarlega á hné undir lok síðasta tímabils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka