Sara Dögg Hjaltadóttir, leikstjórnandi ÍR, er besti leikmaður 7. umferðar úrvalsdeildarinnar samkvæmt Handboltahöllinni á Handboltapassanum eftir frábæra frammistöðu í sigri á Haukum.
Sara Dögg var öflug í sókn og vörn þar sem hún skoraði meðal annars níu mörk og átti sex löglegar stöðvanir.
Í spilaranum hér að ofan fara þeir Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson yfir lið umferðarinnar ásamt besta þjálfaranum og varnarmanninum í henni.