„Snorri talaði um að það væru aðal vonbrigðin“

„Hlaupin til baka gera það að verkum að Þjóðverjarnir taka þessa forystu,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni á Handboltapassanum þegar fyrri vináttulandsleikur Íslands gegn Þýskalandi var gerður upp.

„[Andi] Wolff er auðvitað stórkostlegur í markinu en hlaupin til baka hjá okkar mönnum voru bara alls ekki góð í þessum leik.

Snorri [Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari] talaði um það eftir leik, að það voru aðal vonbrigðin hans. Menn eru mættir, komnir heim en eru bara flatir og ekki tilbúnir að takast á við árásirnar,“ bætti Einar Ingi við.

Í Handboltahöllinni var einnig rætt um slakan sóknarleik íslenska liðsins í fyrri leiknum, sem lauk með 42:31-tapi. Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka