Afturelding tekur á móti FH í stórleik átta liða úrslita bikarkeppni karla í handbolta en dregið var í MiniGarðinum í Reykjavík í dag.
Tveir aðrir úrvalsdeildarslagir fara fram, KA tekur á móti Fram og HK fær Hauka í heimsókn.
Þá tekur fyrstudeildarlið Fjölnis á móti ÍR en átta liða úrslitin verða leikin dagana 19.-20. desember og úrslitahelgin fer fram 25.-28. febrúar.
Drátturinn í heild sinni:
Afturelding – FH
KA – Fram
HK – Haukar
Fjölnir – ÍR
