Gaman að uppskera eins og sáð er

Hafþór Hreiðar Birgisson heldur í Villimey frá Hafnarfirði og Ljósku …
Hafþór Hreiðar Birgisson heldur í Villimey frá Hafnarfirði og Ljósku frá Syðsta-Ósi mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Eftir gæðingamót hestamannafélagsins Spretts og úrtöku fyrir Landsmót stendur Hafþór Hreiðar Birgisson sem er 16 ára gamall frammi fyrir lúxusvandamáli. Hann gerði sér lítið fyrir og kom tveimur hrossum inn á Landsmót í B-flokki gæðinga, merunum Villimey frá Hafnarfirði og Ljósku frá Syðsta-Ósi með einkunnirnar 8,53 og 8,52.

Hann keppti einnig í unglingaflokki á sömu hrossum og var í 1. og 2. sæti eftir forkeppni. Hann varð því að velja hvort hrossið hann fer með í hvorn flokk en í unglingaflokk má sami knapinn einungis fara með eitt hross. Niðurstaðan varð sú að Ljóska fer í B-flokk og Villimey í unglingaflokk á Landsmótinu. Þess má geta að í úrslitum í unglingaflokk voru Villimey og Hafþór langefst og hlutu einkunnina 9,04 og Ljóska hafnaði í 5. sæti í B-flokki.

„Ljóska er mjög viljug og næm og ekki allra. Það fá mjög fáir að fara á hana,“ segir Hafþór Hreiðar Birgisson um merina Ljósku. Hún hefur verið í eigu fjölskyldu Hafþórs um árabil. Að öllum líkindum verður þetta síðasta árið þeirra saman en eftir Landsmót fer Ljóska undir stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti.

Öll fjölskyldan stundar hestamennsku 

Fjölskylda Hafþórs Hreiðars stundar öll hestamennsku í hestamannafélaginu Spretti. Foreldrar hans eru Birgir Hreiðar Björnsson og Lilja Sigurðardóttir tamningakona. Systir Hafþórs, Særós Ásta, er ári eldri, stundar hestamennsku af kappi og keppir einnig í unglingaflokki á Landsmótinu á Fræg frá Flekkudal. Hann segir þau systkinin vera dugleg að hjálpa hvort öðru í hestamennskunni og einnig í keppni. Hann man ekki eftir sér öðruvísi en í hesthúsinu og var ekki hár í loftinu þegar hann fór fyrst á bak. Hann segir margt skemmtilegt við hestamennskuna en „að temja og uppskera því sem maður hefur sáð,“ segir hann það skemmtilegasta við hestamennskuna.

Hann stefnir að því að komast með bæði hrossin í milliriðla á Landsmótinu „svo verður það bara að koma í ljós,“ segir hann af stóískri ró. Hann segir gaman að vinna með báðar hryssurnar, þær eru ólíkar en báðar viljugar og skemmtilegar. Hann hefur þjálfað báðar hryssurnar alfarið sjálfur en hefur notið leiðsagnar bæði móður sinnar og einnig knapans Jóhanns Kristins Ragnarssonar.

Æfir fimleika stíft 

Hafþóri Hreiðari er margt til lista lagt en hann æfir einnig fimleika með Gerplu og hefur náð góðum árangri þar. „Það gengur vel. Maður þarf að reyna að vera skipulagður,“ segir Hafþór Hreiðar spurður hvernig gangi að samræma fimleikana og hestamennskuna en hvor tveggja eru tímafrek áhugamál. Alla jafna æfir hann fimleika þrjá tíma á dag en stundum eru morgunæfingar í tvo tíma. Hann segir fimleikana og hestamennskuna fara vel saman og segir það hafa hjálpað stundum í hestamennskunni að vera vel á sig kominn líkamlega.

Hafþór Hreiðar var að útskrifast úr Álfhólsskóla í vor og hefur nám í framhaldsskóla í haust. Stefnan er sett á Fjölbrautaskólann í Garðabæ annaðhvort á náttúrufræði- eða á íþróttabraut. „Ég held ég fari í hrossin,“ svarar hann inntur eftir framtíðaráformum. Ætli Háskólinn á Hólum verði ekki fyrir valinu en eins og staðan er núna tekur hann eitt skref í einu og undirbúningur fyrir Landsmót er það sem á huga hans allan þessa dagana. 

 Fokeppni í unglingaflokk hefst á eftir kl. 14. Hér er listi af efstu 15 hrossunum inn á mót

Á flullri ferð á Ljósku.
Á flullri ferð á Ljósku.
Systkinin um fjögra og fimm ára aldurinn. Hafþór sm er …
Systkinin um fjögra og fimm ára aldurinn. Hafþór sm er ári yngri situr á gæðingnum Víking og Særós Ásta situr Barón. Ljósmynd/úr einkaeigu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert