„Alvörugæðingur“

mbl.is/Þórunn

„Þetta er alvörugæðingur, rúmur og alltaf tilbúinn að taka á því. Það hentar vel í þessa keppni,“ segir Gústaf Ásgeir Hinriksson sem vann ungmennaflokkinn á Pósti frá Litla-Dal með einkunnina 8,88. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur ungmennaflokk á landsmóti. Örfáum kommum neðar var Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Rauð frá Syðri-Löngumýri með 8,84. 

Gústaf tók við þjálfun á Pósti í vor en hann var í námi á Hólum í Hjaltadal í vetur. Hann segir námið í vetur hafa komið sér vel í þessari keppni. „Ég er fyrst og fremst þakklátur eigendum hestsins fyrir að treysta mér fyrir þessu verkefni,“ segir Gústaf.  

Ungmennaflokkur

Sæti Keppandi
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Póstur frá Litla-Dal 8,88
2 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir / Rauður frá Syðri-Löngumýri 8,84
3 Dagmar Öder Einarsdóttir / Glóey frá Halakoti 8,70
4 Anna-Bryndís Zingsheim / Dagur frá Hjarðartúni 8,64
5 Fríða Hansen / Hekla frá Leirubakka 8,61
6 Brynja Kristinsdóttir / Kiljan frá Tjarnarlandi 8,59
7 Þóra Höskuldsdóttir / Huldar frá Sámsstöðum 8,59
8 Sonja S. Sigurgeirsdóttir / Jónas frá Litla-Dal 8,58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert