„Stefnt á þetta lengi“

Ljósmynd/Hestafréttir

„Ég hef stefnt á þetta lengi. Auðvitað stefnir maður alltaf að því að vinna en það er meira en að segja það á svona stóru og sterku móti að vinna B-flokk,“ segir Jakob Svavar Sigurðsson, knapi Nökkva frá Syðra-Skörðugili sem vann B-flokkinn á landsmóti. 

Hörð keppni var í B-flokknum og mjótt á munum. Loki var þó mjög skammt undan með 9,18. Árni Björn Pálsson sat Loka en Loki vann B-flokkinn á síðasta landsmóti en knapi hans var þá Sigurður Sigurðarson. 

Strax á eftir B-flokknum veitti Félag tamningamanna Jakobi reiðmennskuverðlaun. 

B-flokkur A-úrslit

1 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 9,21
2 Loki frá Selfossi / Árni Björn Pálsson 9,18
3 Spölur frá Njarðvík / Ásmundur Ernir Snorrason 8,99
4 Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,98
5 Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,85
6 Hátíð frá Forsæti II / Jón Páll Sveinsson 8,85
7 Vökull frá Efri-Brú / Ævar Örn Guðjónsson 8,76
8 Sökkull frá Dalbæ / Guðmundur Björgvinsson 8,66

mbl.is