„Þetta kom mér mikið á óvart“

Hafþór og Villimey á svífandi brokki.
Hafþór og Villimey á svífandi brokki. mbl.is/Þórunn

„Þetta kom mér mikið á óvart. Ég var neðarlega eftir hæga töltið  en brokkið er gott,“ segir Hafþór Hreiðar Birgisson sem vann unglingaflokkinn á landsmóti á hryssunni Villimey frá Hafnarfirði með einkunnina 8,82. Næsta mál á dagskrá hjá þessu pari eftir smápásu eftir landsmótið er að halda þjálfuninni áfram og keppa á Íslandsmóti í fjórgangi og kannski tölti. 

Keppnin var hörð um efsta sætið en 0,01 kommu fyrir neðan, í öðru sæti, var Hákon Dan Ólafsson með 8,81 í einkunn.  

Unglingaflokkur

Sæti Keppandi
1 Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði 8,82
2 Hákon Dan Ólafsson / Gormur frá Garðakoti 8,81
3 Þóra Birna Ingvarsdóttir / Þórir frá Hólum 8,72
4 Annika Rut Arnarsdóttir / Spes frá Herríðarhóli 8,66
5 Egill Már Þórsson / Saga frá Skriðu 8,65
6 Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 8,52
7 Thelma Dögg Tómasdóttir / Taktur frá Torfunesi 8,47
8 Kristín Ellý Sigmarsdóttir / Perla frá Höskuldsstöðum 8,18

mbl.is/Þórunn
Stóðhesturinn Þórir frá Hólum vildi ólmur kíkja á hryssuna Spes …
Stóðhesturinn Þórir frá Hólum vildi ólmur kíkja á hryssuna Spes frá Herríðarhóli sem Annika Rut Arnardóttir sat. mbl.is/Þórunn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert