Þriðji dagur Landsmóts hestamanna

Áhorfendabrekkan í Víðidal. Þar fer nú fram keppni A-flokks gæðinga.
Áhorfendabrekkan í Víðidal. Þar fer nú fram keppni A-flokks gæðinga. Mynd/Nína Guðrún Geirsdóttir

Sannkölluð útihátíðarstemning er nú í Víðidal á Landsmóti hestamanna. Svæðið opnaði klukkan 7 í morgun að vanda en keppni í A-flokki gæðinga hófst fyrir níu. Margmenni er statt í áhorfendabrekkunni til að fylgjast með fyrstu hollum keppninnar, sem stendur fram á miðjan dag.

Eftir hlé eða kl. 15:45 tekur yngri kynslóðin við en þá hefjast milliriðlar í barnaflokki.

Á kynbótavellinum fara nú fram dómar á 6 vetra hryssum.

Veitingastaðir eru opnir í allan dag og í Top Reiter-tjaldinu verður áfram sýnt frá 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta. Í kvöld kl 20:30 verður Magni Ásgeirsson með gítarpartý í tjaldinu.

Horses of Iceland-tjaldið er einnig opið í dag en þar mun Stephen Becker járningameistari m.a. sýna Duplo-járningar kl. 13:15.

Þessi hópur var í úlpum merktum Hestamannafélaginu Loga.
Þessi hópur var í úlpum merktum Hestamannafélaginu Loga. Ljósmynd/Nína Guðrún Geirsdóttir
Kaffi er vinsælt á svæðinu í dag en nokkuð svalt …
Kaffi er vinsælt á svæðinu í dag en nokkuð svalt er úti þrátt fyrir bjartviðri. Ljósmynd/Nína Guðrún Geirsdóttir
Áhorfendur við aðalvöllinn í dag.
Áhorfendur við aðalvöllinn í dag. Ljósmynd/Nína Guðrún Geirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert