Yngsti knapinn leiðir eftir milliriðla

Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi rétt eftir keppni. …
Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi rétt eftir keppni. Hún er önnur efst eftir milliriðla í unglingaflokki sem fóru fram í dag.

Fjórði dagur Landsmóts hestamanna hefur farið vel af stað. Í morgun fóru fram milliriðlar í unglingaflokki og var þar efst Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8,65. Önnur er Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi með 8,52 og þriðja Signý Sól Snorradóttir á Rektori frá Melabergi með 8,52. Fara efstu sjö knapar beint í A-úrslit sem verða á sunnudaginn. Knapar í sætum 8-15 geta tryggt sér sæti í úrslitunum á sunnudag í B-úrslitum sem verða á föstudag.

Á kynbótavellinum fór fram fordómur í flokki 5 vetra stóðhesta og stendur Spaði frá Stuðlum efstur með 8,55 í aðaleinkunn en aðeins nokkrar kommur skildu að efstu hesta í flokkinum. Sýnandi var Árni Björn Pálsson. Veður hefur verið gott til sýninga í morgun og ljóst að mikið efni er í flokkinum. Yfirlitssýningar verða á föstudaginn og getur röðun efstu hesta breyst töluvert þá.

Keppni í unglingaflokki sem fram fór fyrr í dag.
Keppni í unglingaflokki sem fram fór fyrr í dag.

Milliriðlum í barnaflokki lauk í gær og var keppnin gífurlega jöfn og raðast þátttakendur í sæti eftir fjölda aukastafa. Er þar efst Elísabet Vaka Guðmundsdóttir á Náttfara frá Bakkakoti með einkunnina 8,71. Hún er sem stendur yngsti knapinn á mótinu sem er í milliriðlum, tæplega 10 ára. Önnur er Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum með 8,66. Af 30 keppendum í milliriðlum fara 15 efstu í úrslit, sjö efstu keppendurnir fara beint í A-úrslit og átta keppendur í B-úrslit.

Nú síðdegis fara fram milliriðlar í B-flokki.

Ólafur Flosason frá Breiðabólsstað með farandsbikarinn Feldmanstyttuna. Hann skilar henni …
Ólafur Flosason frá Breiðabólsstað með farandsbikarinn Feldmanstyttuna. Hann skilar henni nú til nýs handhafa eftir tveggja ára eign.
Það er heitt á könnunni enda veður fremur svalt í …
Það er heitt á könnunni enda veður fremur svalt í dag í Víðidal.
Þessir eru á vaktinni í Víðidal ásamt ýmsum öðrum veitingastöðum …
Þessir eru á vaktinni í Víðidal ásamt ýmsum öðrum veitingastöðum og matarvögnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert