Yngsti knapinn leiðir eftir milliriðla

Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi rétt eftir keppni. ...
Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi rétt eftir keppni. Hún er önnur efst eftir milliriðla í unglingaflokki sem fóru fram í dag.

Fjórði dagur Landsmóts hestamanna hefur farið vel af stað. Í morgun fóru fram milliriðlar í unglingaflokki og var þar efst Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8,65. Önnur er Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi með 8,52 og þriðja Signý Sól Snorradóttir á Rektori frá Melabergi með 8,52. Fara efstu sjö knapar beint í A-úrslit sem verða á sunnudaginn. Knapar í sætum 8-15 geta tryggt sér sæti í úrslitunum á sunnudag í B-úrslitum sem verða á föstudag.

Á kynbótavellinum fór fram fordómur í flokki 5 vetra stóðhesta og stendur Spaði frá Stuðlum efstur með 8,55 í aðaleinkunn en aðeins nokkrar kommur skildu að efstu hesta í flokkinum. Sýnandi var Árni Björn Pálsson. Veður hefur verið gott til sýninga í morgun og ljóst að mikið efni er í flokkinum. Yfirlitssýningar verða á föstudaginn og getur röðun efstu hesta breyst töluvert þá.

Keppni í unglingaflokki sem fram fór fyrr í dag.
Keppni í unglingaflokki sem fram fór fyrr í dag.

Milliriðlum í barnaflokki lauk í gær og var keppnin gífurlega jöfn og raðast þátttakendur í sæti eftir fjölda aukastafa. Er þar efst Elísabet Vaka Guðmundsdóttir á Náttfara frá Bakkakoti með einkunnina 8,71. Hún er sem stendur yngsti knapinn á mótinu sem er í milliriðlum, tæplega 10 ára. Önnur er Glódís Líf Gunnarsdóttir og Magni frá Spágilsstöðum með 8,66. Af 30 keppendum í milliriðlum fara 15 efstu í úrslit, sjö efstu keppendurnir fara beint í A-úrslit og átta keppendur í B-úrslit.

Nú síðdegis fara fram milliriðlar í B-flokki.

Ólafur Flosason frá Breiðabólsstað með farandsbikarinn Feldmanstyttuna. Hann skilar henni ...
Ólafur Flosason frá Breiðabólsstað með farandsbikarinn Feldmanstyttuna. Hann skilar henni nú til nýs handhafa eftir tveggja ára eign.
Það er heitt á könnunni enda veður fremur svalt í ...
Það er heitt á könnunni enda veður fremur svalt í dag í Víðidal.
Þessir eru á vaktinni í Víðidal ásamt ýmsum öðrum veitingastöðum ...
Þessir eru á vaktinni í Víðidal ásamt ýmsum öðrum veitingastöðum og matarvögnum.
mbl.is