Lokasprettur Landsmóts hestamanna

Landsmót hestamanna 2018 í Víðidal.
Landsmót hestamanna 2018 í Víðidal. Eggert Jóhannesson

Nú er dagskrá í fullum gangi á næstsíðasta degi Landsmóts hestamanna í Víðidal. Fyrr í morgun voru afhent verðlaun stóðhesta og verður hinn eftirsótti Sleipnisbikar afhentur kl. 20:30 í kvöld, en bikarinn er veittur þeim stóðhesti sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið. Veður hefur verið með ágætum þó að rignt hafi duglega inn á milli á mótssvæðinu en hestamenn eru öllu vanir þegar kemur að veðri á landsmótum.

Síðdegis verður Team Hrímnir með sýnikennslu og fyrirlestur um hnakkinn og virkni hans við Top Reiter-tjaldið á svæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með heimsmeistaramótinu þurfa ekki að örvænta þar sem leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu í tjaldinu í dag en þar er nú þegar margmenni að fylgjast með leik Svía og Englendinga.

Kvölddagskráin heldur áfram og í Reiðhöllinni verður slegið upp dansleik kl. 22:30 með hljómsveitinni Albatross ásamt góðum gestum, Sverri Bergmann, Sölku Sól og Röggu Gísla.

Landsmót hestamanna 2018.
Landsmót hestamanna 2018. Eggert Jóhannesson
Landsmót hestamanna 2018.
Landsmót hestamanna 2018. Eggert Jóhannesson
mbl.is