Heimsmetið ítrekað slegið í skeiði

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II eru Landsmótsmeistarar …
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II eru Landsmótsmeistarar í 250 metra skeiði í ár. Ljósmynd/hag

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II urðu sigurvegarar í 250 metra skeiði í gær á tímanum 21,15 sekúndum. Tíminn hefur verið staðfestur sem heimsmet af fulltrúum FEIF, alþjóðlegra samtaka íslenska hestsins, sem staddir eru á landsmótinu. 

Gildandi heimsmet var síðast slegið á landsmótinu 2016 af Bjarna Bjarnasyni og Heru frá Þóroddsstöðum sem fóru þá sprettinn á tímanum 21,41 sekúndu. Keppnin í skeiðinu í gær var æsispennandi en alls var farið sex sinnum undir heimsmet þeirra Bjarna og Heru. Árni Björn Pálsson og Dalvar frá Horni 1 fóru sprettinn á 21,30 sekúndum. Guðmundur Björgvinsson á Glúmi frá Þóroddsstöðum fór hann á 21,29 sekúndum og Sigurbjörn Bárðarson á Vökuli frá Tunguhálsi 2 spretti tvisvar undir heimsmetstíma; fyrri sprett á 21,16 sekúndum og seinni 21,25 sekúndum.

Konráð Valur og Kjarkur bættu heimsmetið.
Konráð Valur og Kjarkur bættu heimsmetið. Ljósmyndari/hag

Sérfræðingar á staðnum könnuðu aðstæður og skilyrði á vellinum eftir keppni. Segja þeir að metaregnið hafi líklegast orsakast af samspili nokkurra þátta; hestakostur hefur þótt frábær í ár en einnig hafi verið vindur í bakið, þó innan leyfilegra marka. Þá hafi fjöðrun í brautinni verið mjög góð í kjölfar vætutíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert