Yngri kynslóðin sýnir sig og sannar

Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigruðu í unglingaflokki.
Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigruðu í unglingaflokki. Ljósmynd/hag

Hestaíþróttin á sér glæsta framtíð ef marka má úrslitakeppnirnar í yngri flokkunum á Landsmóti hestamanna í dag en börnin stóðu sig frábærlega. Í barnaflokki sigraði Guðný Dís Jónsdóttir úr Spretti á Roða frá Margrétarhofi og hlutu þau einkunnina 8,88. Guðný Dís er 12 ára og er þetta hennar annað landsmót. Annar varð Sigurður Steingrímsson úr Geysi á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 8,82. Þriðji varð sigurvegari B-úrslitanna, Ragnar Snær Viðarsson, á þekkta keppnishestinum Kamban frá Húsavík og hlutu þeir einkunnina 8,81.

Í unglingaflokkinum var einnig hörð og jöfn barátta um efstu sætin en aukastafir skildu efstu knapana að. Sigurvegari unglingaflokks í ár var Benedikt Ólafsson úr Herði á Biskupi frá Ólafshaga með einkunnina 8,700. Önnur varð Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8,695. Þriðja varð Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi með 8,685.

Í ungmennaflokki urðu sigurvegarar þau Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum með einkunnina 8,83. Í öðru sæti urðu Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 með 8,67. Ungmennin héldu forystunni allan tímann og var þetta öruggur sigur hjá Bríeti.

Sigurvegari barnaflokks, Guðný Dís Jónsdóttir, og Roði frá Margrétarhofi hér ...
Sigurvegari barnaflokks, Guðný Dís Jónsdóttir, og Roði frá Margrétarhofi hér á harðaspretti. Ljósmynd/hag
Sigurvegarar í ungmennaflokki. Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum.
Sigurvegarar í ungmennaflokki. Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum. Ljósmyndari/hag
mbl.is