Yngri kynslóðin sýnir sig og sannar

Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigruðu í unglingaflokki.
Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigruðu í unglingaflokki. Ljósmynd/hag

Hestaíþróttin á sér glæsta framtíð ef marka má úrslitakeppnirnar í yngri flokkunum á Landsmóti hestamanna í dag en börnin stóðu sig frábærlega. Í barnaflokki sigraði Guðný Dís Jónsdóttir úr Spretti á Roða frá Margrétarhofi og hlutu þau einkunnina 8,88. Guðný Dís er 12 ára og er þetta hennar annað landsmót. Annar varð Sigurður Steingrímsson úr Geysi á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 8,82. Þriðji varð sigurvegari B-úrslitanna, Ragnar Snær Viðarsson, á þekkta keppnishestinum Kamban frá Húsavík og hlutu þeir einkunnina 8,81.

Í unglingaflokkinum var einnig hörð og jöfn barátta um efstu sætin en aukastafir skildu efstu knapana að. Sigurvegari unglingaflokks í ár var Benedikt Ólafsson úr Herði á Biskupi frá Ólafshaga með einkunnina 8,700. Önnur varð Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8,695. Þriðja varð Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi með 8,685.

Í ungmennaflokki urðu sigurvegarar þau Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum með einkunnina 8,83. Í öðru sæti urðu Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 með 8,67. Ungmennin héldu forystunni allan tímann og var þetta öruggur sigur hjá Bríeti.

Sigurvegari barnaflokks, Guðný Dís Jónsdóttir, og Roði frá Margrétarhofi hér …
Sigurvegari barnaflokks, Guðný Dís Jónsdóttir, og Roði frá Margrétarhofi hér á harðaspretti. Ljósmynd/hag
Sigurvegarar í ungmennaflokki. Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum.
Sigurvegarar í ungmennaflokki. Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum. Ljósmyndari/hag
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert