Jakob og Júlía endurtóku leikinn

Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey unnu í kvöld.
Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey unnu í kvöld.

Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey sigruðu annað árið í röð í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum en keppt  var í Samskipahöllinni í kvöld.

Með því komst Jakob í efsta sætið í einstaklingskeppninni með 20 stig. Árni Björn Pálsson er þar rétt á eftir með 17,5 stig en hann og Flaumur frá Sólvangi enduðu í 5.-6. sæti í úrslitum.

Það var hart barist í úrslitunum en eftir frjálsu ferðina voru þeir Jakob og Arnar Bjarki Sigurðsson jafnir með 8,50 í einkunn. Næst var sýnt hægt tölt en þá tóku þau Jakob og Júlía forystuna og héldu henni allt þar til loka.

Teitur Árnason tryggði sér annað sætið með frábærri sýningu á slaka taumnum en þau hlutu hæstu einkunn fyrir atriði, 8,17, sem gerði 7,92 í aðaleinkunn. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Arnar Bjarki deildu síðan 3.-4. sætinu með 7,63 í einkunn. 

Top Reiter-liðið fékk liðaplattann í slaktaumatöltinu en liðið hélt efsta sætinu í liðakeppninni með 101 stig. Á eftir þeim eru Hrímnir/Export hestar með 90,5 stig og í þriðja sæti Auðsholtshjáleiga. Næst  verður keppt í fimmgangi 28. febrúar.

Efstu sætin:

1 Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey - Lífland
2 Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti - Top Reiter
3-4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar/Margrétarhof
3-4 Arnar Bjarki Sigurðarson og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum -Torfhús retreat
5-6 Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter
5-6 Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan

Verðlaunahafarnir í kvöld.
Verðlaunahafarnir í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert