Skeiðmótinu frestað

Skeiðmót Meistaradeildarinnar fer fram á Brávöllum á Selfossi.
Skeiðmót Meistaradeildarinnar fer fram á Brávöllum á Selfossi. Ljósmynd/Meistaradeild.is

Skeiðmóti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum, sem fara átti fram á morgun, hefur verið frestað vegna veðurs. Skeiðmótið mun því fara fram 30. mars á Brávöllum á Selfossi.

Mótið hefst klukkan 11 en keppt verður bæði í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði. Mótið verður í beinni útsendingu á RÚV2 og  oz.com/meistaradeildin.

mbl.is