Góður dagur hjá Aðalheiði

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir átti góðan dag.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir átti góðan dag.

Þá er skeiðmóti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum lokið en það voru nokkrar sviptingar í liðakeppninni og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir styrkti stöðu sína í einstaklingskeppninni. Sigurvegarar dagsins voru þeir Hans Þór Hilmarsson í 150 metra skeiðinu og Jóhann K. Ragnarsson í gæðingaskeiðinu, en Hans keppir fyrir lið Hrímni/Export hesta og Jóhann lið Hestvit/Árbakka/Sumarliðabæ.

Fyrir daginn í dag var Jakob S. Sigurðsson með nokkuð örugga forustu í einstaklingskeppninni með 42 stig en á eftir honum voru þau Aðalheiður og Árni Björn Pálsson jöfn með 25 stig. Aðalheiður átti mjög góðan dag á skeiðbrautinni en hún endaði í 5.-6. sæti í gæðingaskeiðinu á Ásu frá Fremri-Gufudal og í 150 metra skeiðinu var hún í þriðja sæti á Skemil frá Dalvík.

Hún minnkaði því töluvert forskot Jakob Svavars á toppnum en bæði Jakobi og Árni Birni fataðist flugið og fengu engin stig eftir daginn. Jakob er enn efstur með 42 stig, Aðalheiður í öðru einungis 3,5 stigi á eftir Jakobi með 38,5 stig og í þriðja er Árni Björn með 25 stig. 

Nokkuð var um hrókeringar í liðakeppninni en eftir gæðingaskeiðið var lið Top Reiter enn á toppnum, Gangmyllan í öðru sæti og þar á eftir lið Líflands, sem átti góðu gengi að fagna í gæðingskeiðinu. Eftir 150 metra skeiðið tók þó lið Hrímnis/Export hesta forustuna í liðakeppninni eftir frábæran árangur í kappreiðunum þar sem liðið vann liðaskjöldinn. 

Nóg er þó eftir af stigum í pottinum en lokamót Meistaradeildarinnar er næsta fimmtudag 4.apríl í Fákaseli.

10 efstu í einstaklingskeppninni
Jakob Svavar Sigurðsson 42
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 38,5
Árni Björn Pálsson 25
Teitur Árnason 24
Elin Holst 19,5
Bergur Jónsson 19,5
Olil Amble 18
Hans Þór Hilmarsson 17,5
Ásmundur Ernir Snorrason 17
Viðar Ingólfsson 17

Staðan í liðakeppninni
Hrímnir/Export hestar 269
Top Reiter 253,5
Gangmyllan 248
Lífland 224
Ganghestar/Margrétarhof 224
Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær 215
Auðsholtshjáleiga 158
Torfhús retreat 129,5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert