Jóhann og Þórvör unnu gæðingaskeið

Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum.
Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum.

Gæðingaskeiði Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum er lokið og fór það svo að Jóhann Kristinn Ragnarsson á Þórvör frá Lækjarbotnum vann greinina með 8.17 í einkunn. Jóhann keppti fyrir Hestvik/Árbakka/Sumarliðabæ, en hann er ekki hluti af liðinu. 

Hvert lið má fá utanaðkomandi knapa í eitt skipti til að taka þátt fyrir liðið í Meistaradeildinni. Jóhann er fyrsti utanaðkomandi knapinn til að vinna grein í Meistaradeildinni. 

Í öðru sæti var Bergur Jónsson á Vör frá Ármóti með 7.92 í einkunn og í því þriðja var Davíð Jónsson með 7,25 í einkunn en hann var á Irpu frá Borgarnesi.

Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu:
1. Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 8.17
2. Bergur Jónsson Vör frá Ármóti Gangmyllan 7.92
3. Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Lífland 7.25
4. Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Lífland 7.08
5-6. Hans Þór Hilmarsson Goði frá Bjarnarhöfn Hrímnir / Export hestar 7.04
5-6. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ása frá Fremri-Gufudal Ganghestar / Margrétarhof 7.04
7. Reynir Örn Pálmasson Rúna frá Flugumýri Ganghestar / Margrétarhof 7.00
8-9. Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.88
8-9. Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 6.88
10. Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Top Reiter 6.58
11. Sigurbjörn Bárðarson Hálfdán frá Oddhóli Torfhús retreat 6.50
12. Helga Una Björnsdóttir Penni frá Eystra-Fróðholti Hrímnir / Export hestar 6.21
13. John Kristinn Sigurjónsson Messa frá Káragerði Torfhús retreat 5.92
14. Ævar Örn Guðjónsson Baltasar frá Strandarhjáleigu Gangmyllan 4.67
15. Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 4.38
16. Bjarni Bjarnason Trausti frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 4.25
16. Árni Björn Pálsson Óliver frá Hólaborg Top Reiter 4.03
18. Sigurður Sigurðarson Gjóska frá Kolsholti 3 Gangmyllan 3.83
19. Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Ganghestar / Margrétarhof 3.79
20. Viðar Ingólfsson Tinni frá Laxabóli Hrímnir / Export hestar 3.38
21. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Villingur frá Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga / Horse export 3.21
22. Arnar Bjarki Sigurðsson Snillingur frá Íbishóli Torfhús retreat 3.08
23. Jakob Svavar Sigurðsson Kolbeinn frá Hrafnsholti Lífland 3.00
24. Jóhanna Margrét Snorradóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 1.58

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert