Guðmundur fljótastur í höllinni

Guðmundur Björgvinsson og Glúmur á fullri ferð í kvöld.
Guðmundur Björgvinsson og Glúmur á fullri ferð í kvöld.

Þá er keppni í flugskeiði lokið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum og þar með er deildinni formlega lokið. Guðmundur Björgvinsson vann flugskeiðið á Glúmi frá Þóroddsstöðum en þeir fóru í gegnum höllina á 5,73.

Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu voru í öðru sæti, rétt á eftir Guðmundi, með tímann 5,76 og í því þriðja varð Árni Björn Pálsson á Skikkju frá Breiðholti í Flóa á tímanum 5,79. 

Það var lið Líflands sem fékk liðaplattann í flugskeiðinu en liðsmenn eru þeir Guðmundur Björgvinsson, Davíð Jónsson, Jakob S. Sigurðsson, Sigursteinn Sumarliðason og Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr flugskeiðinu. 

Sæti Knapi Hestur Lið Besti tími

1 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum Lífland 5.73
2 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 5.76
3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa Top Reiter 5.79
4 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export 5.92
5 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 5.98
6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Lífland 6.01
7 Sigurður Sigurðarson Drift frá Hafsteinsstöðum Gangmyllan 6.02
8 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ása frá Fremri-Gufudal Ganghestar / Margrétarhof 6.02
9 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II Torfhús retreat 6.05
10 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Lífland 6.06
11 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hrímnir / Export hestar 6.08
12 Árni Sigfús Birgisson Flipi frá Haukholtum Uppboðssæti 6.10
13 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum Hrímnir / Export hestar 6.11
14 Hinrik Bragason Skúta frá Skák Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 6.11
15 Elvar Þormarsson Tígull frá Bjarnastöðum Gangmyllan 6.15
16 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Ganghestar / Margrétarhof 6.16
17 Viðar Ingólfsson Lukka frá Árbæjarhjáleigu Hrímnir / Export hestar 6.21
18 Arnar Bjarki Sigurðsson Blikka frá Þóroddsstöðum Torfhús retreat 6.22
19 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Óliver frá Hólaborg Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.26
20 Reynir Örn Pálmasson Líf frá Framnesi Ganghestar / Margrétarhof 6.30
21 Hanne Smidesang Lukka frá Úthlíð Torfhús retreat 6.38
22 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 6.58
23 Bergur Jónsson Sædís frá Ketilsstöðum Gangmyllan 6.69
24 Bjarni Bjarnason Jarl frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.81
25 Teitur Árnason Losti frá Ekru Top Reiter 0.00

mbl.is