Jakob er meistarinn 2019

Jakob S. Sigurðsson efstur á verðlaunapallinum í kvöld.
Jakob S. Sigurðsson efstur á verðlaunapallinum í kvöld.

Í kvöld lauk æsispennandi Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á þessu ári. Það var mjótt á munum í einstaklingskeppninni en það fór svo að Jakob S. Sigurðsson er meistarinn 2019 með 55 stig.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir endaði í öðru sæti, einungis 3,5 stigum á eftir Jakobi, eða með 51,5 stig, og í þriðja sæti varð Árni Björn Pálsson með 37 stig. 

Liðakeppnina vann lið Hrímnis/Export hesta en þeir hlutu 360 stig. Liðsmenn eru Viðar Ingólfsson (liðsstjóri), Hans Þór Hilmarsson, Helga Una Björnsdóttir, Siguroddur Pétursson og Þórarinn Ragnarsson. Í öðru sæti varð lið Top Reiter með 338,5 stig og í því þriðja varð lið Líflands með 325,5 stig.

Lið Hrímnis/Export hesta fagnar sigrinum í liðakeppninni.
Lið Hrímnis/Export hesta fagnar sigrinum í liðakeppninni.
mbl.is