Heimsmeistari sýnir í Víðidal annað kvöld

Julie Christiansen á fullri ferð.
Julie Christiansen á fullri ferð.

Heimsmeistarinn í slaktaumatölti, Julie Christiansen frá Danmörku, verður með sýnikennslu í TM höllinni í Víðidal áður en keppni hefst í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum annað kvöld.

Sýnikennslan hefst kl. 18 en húsið er opnað klukkan 17 og keppnin sjálf í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.

mbl.is