Jakob vann þriðja árið í röð

Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.
Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.

Það ríkti mikil spenna meðal hestaáhugamanna fyrir keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni sem fram fór í Samskipahöllinni í Spretti í gærkvöldi. Nokkrir knapar lentu í erfiðleikum í sýningum sýnum og þá sérstaklega á skeiði, en það að leggja hest til skeiðs á litlum velli innandyra er með því erfiðara sem knapar framkvæma á hestum sínum.

Eftir forkeppni leiddi Olil Amble á Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum en þetta var frumraun þeirra í keppni. Aldeilis lofandi keppnishestur þar á ferðinni. Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri var önnur og þá voru þeir jafnir í þriðja til fjórða sætinu Viðar Ingólfsson og Huginn frá Bergi og Elvar Þormarsson og Klassík frá Skíðbakka. Þórarinn Ragnarsson var fimmti að lokinni forkeppni og sigurvegari síðustu tveggja ára í þessari grein, Jakob Svavar Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti voru síðastir inn í úrslit í sjötta sætinu.

Jakob Svavar Sigurðsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Olil Amble á …
Jakob Svavar Sigurðsson, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Olil Amble á verðlaunapalli.

Í a-úrslitunum þurfti svo að grípa til sætaröðunar dómara til að skera úr um sigurvegara en þau voru jöfn í 1-2 sæti Jakob Svavar og Eyrún Ýr. Það fór svo að Jakob Svavar stóð uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð á mýktarhestinum Ský frá Skálakoti.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Hjarðartúns en allir þrír knapar þessa liðs komust í úrslit þeir Jakob Svavar, Elvar og Þórarinn.

Næsta keppni fer fram sunnudaginn 8.mars en þá verður keppt í gæðingafimi

Fimmgangur F1

Opinn flokkur – Meistaraflokkur

Forkeppni

Sæti

Knapi

Hross

Einkunn

1

Olil Amble

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

7,33

2

Eyrún Ýr Pálsdóttir

Hrannar frá Flugumýri II

7,23

3-4

Viðar Ingólfsson

Huginn frá Bergi

7,10

3-4

Elvar Þormarsson

Klassík frá Skíðbakka I

7,10

5

Þórarinn Ragnarsson

Ronja frá Vesturkoti

7,07

6

Jakob Svavar Sigurðsson

Skýr frá Skálakoti

7,00

7

Ásmundur Ernir Snorrason

Kaldi frá Ytra-Vallholti

6,87

8

Hanna Rún Ingibergsdóttir

Dropi frá Kirkjubæ

6,83

9

Daníel Jónsson

Halla frá Flekkudal

6,77

10

Flosi Ólafsson

Dreyri frá Hofi I

6,73

11

Árni Björn Pálsson

Jökull frá Breiðholti í Flóa

6,67

12

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Brynjar frá Bakkakoti

6,57

13

Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Héðinn Skúli frá Oddhóli

6,50

14

Sigurður Vignir Matthíasson

Slyngur frá Fossi

6,40

15

Magnús Bragi Magnússon

Rosi frá Berglandi I

6,27

16

Elin Holst

Spurning frá Syðri-Gegnishólum

6,23

17

Guðmundur Björgvinsson

Elrir frá Rauðalæk

6,20

18

Hinrik Bragason

Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði

6,10

19

Sigurður Sigurðarson

Galdur frá Leirubakka

5,80

20-21

Arnar Bjarki Sigurðarson

Ramóna frá Hólshúsum

5,60

20-21

Hulda Gústafsdóttir

Byr frá Borgarnesi

5,60

22

Jóhann Magnússon

Frelsun frá Bessastöðum

5,30

23

Sigursteinn Sumarliðason

Heimir frá Flugumýri II

4,90

24

Glódís Rún Sigurðardóttir

Eldur frá Hrafnsholti

4,67

25

Teitur Árnason

Sjóður frá Kirkjubæ

0,00

A úrslit

Sæti

Knapi

Hross

Einkunn

1-2

Jakob Svavar Sigurðsson

Skýr frá Skálakoti

7,71

1-2

Eyrún Ýr Pálsdóttir

Hrannar frá Flugumýri II

7,71

3

Olil Amble

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

7,57

4

Elvar Þormarsson

Klassík frá Skíðbakka I

7,29

5

Viðar Ingólfsson

Huginn frá Bergi

6,90

6

Þórarinn Ragnarsson

Ronja frá Vesturkoti

6,86

mbl.is