Spennan heldur áfram á sunnudag

Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.
Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.

Á sunnudaginn næsta fer fram keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Keppni hefst kl 12:10 og verður hún haldin í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi.

Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum unnu þessa grein í fyrra en gaman verður að sjá hvaða hestar mæta til leiks á sunnudaginn. Ráslistar munu birtast á vef Meistaradeildarinnar www.meistaradeild.is á þriðjudagskvöld. Hægt er að fylgjast með í beinni á Facebook-síðu deildarinnar þegar dregið verður í rásröð.

Það er mikil spenna í liða- og einstaklingskeppninni en nóg af stigum er eftir í pottinum. Eins og er leiðir lið Hjarðartúns með 160,5 stig en í öðru sæti er lið Hrímnis/Export hesta með 129 stig og í því þriðja lið Top Reiter með 124 stig. Í einstaklingskeppninni er Jakob Svavar Sigurðsson efstur með 30 stig, í öðru sæti Árni Björn Pálsson með 14 stig og í því þriðja Viðar Ingólfsson með 13 stig.“

mbl.is