Lokakvöld Meistaradeildarinnar fært um einn dag

Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.
Jakob Svavar Sigurðsson á Ský frá Skálakoti.

Lokakvöld Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur verið fært aftur um einn dag en það mun fara fram föstudaginn 27. mars í Samskipahöllinni.

Þrjú mót eru eftir í Meistaradeildinni, en fimm greinar. Næsta keppni fer fram á sunnudaginn en þá verður keppt í gæðingafimi. Keppni hefst klukkan 12:10 í Samskipahöllinni. Nánari upplýsingar eru á vef Meist­ara­deild­ar­inn­ar www.meist­ara­deild.is.

Dagskrá:
8. mars - Gæðingafimi, Samskipahöllin
14. mars - Skeiðmót, Selfoss
27. mars - Lokamót, tölt og flugskeið, Samskipahöllin

mbl.is