Lokakvöldi Meistaradeildarinnar frestað

Engin Meistaradeild verður á dagskrá næsta mánuðinn hið minnsta.
Engin Meistaradeild verður á dagskrá næsta mánuðinn hið minnsta. Ljósmynd/Gunnar Freyr

Stjórn Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sendi frá sér stutta yfirlýsingu í dag þar sem greint er frá frestun lokakvölds Meistaradeildarinnar um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar og verður framhaldið metið um miðjan apríl. 

„Í ljósi aðstæðna á Íslandi hefur stjórn Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum tekið þá ákvörðun að fresta lokakvöldi Meistaradeildarinnar um óákveðinn tíma. Staðan verður metin aftur um miðjan apríl,“ segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is