Lokamótið fer fram á Selfossi

Ljósmynd/Meistaradeildin

Lokamót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum verður haldið 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stjórn Meistaradeildarinnar sendi frá sér í dag. Mótið fer fram á Brávöllum á Selfossi og verður það haldið utandyra.

Keppni hefst klukkan 19 en Íslandsmót barna og unglinga fer einnig fram á sama tíma á Selfossi. Mikil spenna ríkir í Meistaradeildinni fyrir lokamótið en í lok móts munu knapar og lið taka við verðlaunum fyrir tímabilið.

Einstaklingskeppnin:

1. Jakob Svavar Sigurðsson 38 stig
2. Viðar Ingólfsson 23 stig
3. Elin Holst 20 stig
4. Davíð Jónsson 20 stig
5. Konráð Valur Sveinsson 20 stig

Liðakeppnin:

1. Hjarðartún 299 stig
2. Hrímnir / Export hestar 251,5 stig
3. Gangmyllan 236 stig.

mbl.is