Sigurvegari annað árið í röð

Jakob Svavar Sigurðsson, sigurvegari Meistaradeildarinnar 2020.
Jakob Svavar Sigurðsson, sigurvegari Meistaradeildarinnar 2020. Ljósmynd/Meistaradeildin

Jakob Svavar Sigurðarson fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum 2020 en þetta er annað árið í röð sem Jakob stendur uppi sem sigurvegari. Jakob var með þægilega forystu fyrir lokakvöldið í gær sem fram fór á Selfossi í gær en alls hlaut hann 48,5 stig í keppninni í ár. Viðar Ingólfsson hafnaði í öðru sæti með 35 stig og Konráð Valur Sveinsson endaði í þriðja sæti með 28 stig.

Hér fyrir neðan má sjá árangur Jakobs í einstaklingskeppnunum:

Fjórgangur: 1.sæti - Hálfmáni frá Steinsholti
Slaktaumatölt: 5.sæti - Vallarsól frá Völlum
Fimmgangur: 1.sæti - Skýr frá Skálakoti
Gæðingafimi: 4.sæti - Hálfmáni frá Steinsholti
Gæðingaskeið: 10.sæti - Nökkvi frá Syðra-Skörðugili
Flugskeið: 6.sæti - Jarl frá Kílhrauni
Tölt: 4.-5.sæti - Hálfmáni frá Steinsholti

Viðar Ingólfsson bar sigur úr býtum í töltkeppni Meistaradeildarinnar.
Viðar Ingólfsson bar sigur úr býtum í töltkeppni Meistaradeildarinnar. Ljósmynd/Meistaradeildin

Viðar fagnaði sigri í tölti

Þá fór Viðar Ingólfsson með sigur af hólmi í töltkeppni Meistaradeildarinnar á Selfossi í gær en hann fékk 8,83 í einkun. Siguroddur Pétursson hafnaði í öðru sæti með 8,5 í einkunn og Jóhanna Margrét Snorradóttir varð í þriðja sæti með 8,22 í einkunn.

Niðurstöður - A úrslit - Tölt

1. Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 8.83
2. Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Hrímnir / Export hestar 8.5
3. Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 8.22
4. Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún 7.89
5. Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Ganghestar / Austurás 7.89
6. Gústaf Ásgeir Hinriksson Skálmöld frá Eystra-Fróðholti Hestvit / Árbakki 7.61
7. Elin Holst Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.56

Úr flugskeiðskeppni Meistaradeildarinnar.
Úr flugskeiðskeppni Meistaradeildarinnar. Ljósmynd/Meistaradeildin

Sigursteinn og Krókus fljótastir

Sigursteinn Sumarliðason var fljótastur í 100 metra flugskeiðskeppni Meistaradeildarinnar á tímanum 7,37 sekúndur og Jóhann Magnússon varð í öðri sæti á 7,44 sekúndum. Konráð Valur Sveinsson varð í þriðja sæti á tímanum 7,47 sekúndur.

Niðurstöður - 100m. flugskeið:

1. Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Eques / Kingsland 7.37
2. Jóhann Magnússon Fröken frá Bessastöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð7.44
3. Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 7.47
4. Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Seyður frá Gýgjarhóli Ganghestar / Austurás 7.58
5. Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Ganghestar / Austurás 7.71
6. Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún 7.76
7. Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.82
8. Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum Ganghestar / Austurás 7.82
9. Finnur Jóhannesson Fröken frá Bessastöðum Top Reiter 7.82
10. Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Eques / Kingsland 7.83

Sigurvegarar í liðakeppni Meistaradeildarinnar.
Sigurvegarar í liðakeppni Meistaradeildarinnar. Ljósmynd/Meistaradeildin

Hjarðartún sigraði liðakeppnina

Hjarðartún varð hlutskarpast í liðakeppni Meistardeildarinnar með 377 stig en liðið var efst eftir fjórganginn og hélt liðið forystu sinni út allt keppnistímabilið. Liðsmenn Hjarðartúns eru þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.

Í öðru sæti var lið Hrímnis/Export hesta með 317,5 stig. Liðsmenn Hrímnis/Export hesta eru þau Viðar Ingólfsson, Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson, Fredrica Fagerlund og Siguroddur Pétursson.

Í þriðja sæti var lið Hestvit/Árbakki með 311,5 stig en liðsmenn þar eru Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Jóhann Kristinn Ragnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert