Meistaradeildin nálgast

Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni …
Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í Meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd/Meistaradeildin

Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2021 en lokadagur til þess að skila inn umsókn er í dag, 31. ágúst 2020.

Senda skal umsóknina á netfangið info@meistaradeild.is. Í umsókninni þurfa að koma fram liðseigendur og knapar liðsins.

Hægt er að nálgast leikreglur Meistaradeildarinnar inni á heimasíðu deildarinnar með því að smella hér.

mbl.is